Dagskrá 17. alþjóðlega fornsagnaþingsins 2018

Dagskrá 17. alþjóðlega fornsagnaþingsins má lesa og hlaða niður með því að smella á hlekkinn í fyrirsögninni hér fyrir ofan. Nýjasta gerð dagskrárinnar er dagsett 26. febrúar 2018. Einhverjar smávægilegar breytingar geta orðið fram að ráðstefnunni og því er mikilvægt að fylgjast með uppfærslum á dagskrá hér.

Ráðstefnan fer að mestu fram í Háskóla Íslands í Reykjavík en þriðjudaginn 14. ágúst verður þingað í Reykholti í Borgarfirði. Þá verður haldið í skoðunarferðir fimmtaginn 16. ágúst og loks verður bryddað upp á því nýmæli í sögu fornsagnaþinga að bjóða upp á lengri skoðunarferð að loknu þingi. Áætlað er að halda í tveggja daga ferð um Húnaþing og Skagafjörð dagana 18.–19. ágúst, ef næg þátttaka fæst.

Dagskráryfirlit

Dagur 1 — mánudagur 13. ágúst 2018

Staður: Háskóli Íslands

8.00–9.00 Ráðstefnuskráning

9.00–18.00 Málstofur

Dagur 2 — þriðjudagur 14. ágúst 2018

Staður: Snorrastofa í Reykholti

8.30 Sætaferðir frá Háskóla Íslands

10.00–17.00 Málstofur í Reykholti

17.30 Sætaferðir til baka í Háskóla Íslands

Dagur 3 — miðvikudagur 15. ágúst 2018

Staður: Háskóli Íslands

9.00–18.00 Málstofur

Dagur 4 — fimmtudagur 16. ágúst 2018

Ráðstefnuferðalag

 

Dagur 5 — föstudagur 17. ágúst 2018

Staður: Háskóli Íslands

9.00–17.30 Málstofur

17.30–18.15 Fundur

19.30–23.00 Ráðstefnukvöldverður

Laugardagur og sunnudagur 18.–19. ágúst 2018

Ferðalag um Húnavatnssýslur og Skagafjörð.