Dagskrá 17. alþjóðlega fornsagnaþingsins 2018

Dagskrá 17. alþjóðlega fornsagnaþingsins og efniságrip fyrirlestra má lesa með því að smella á hnappana hér fyrir neðan. Lokagerð dagskrár (2. ágúst 2018) er nú aðgengileg hér.

DAGSKRÁÁGRIP

Ráðstefnan fer að mestu fram í Háskóla Íslands í Reykjavík en þriðjudaginn 14. ágúst verður þingað í Reykholti í Borgarfirði. Þá verður haldið í skoðunarferðir fimmtaginn 16. ágúst og loks verður bryddað upp á því nýmæli í sögu fornsagnaþinga að bjóða upp á lengri skoðunarferð að loknu þingi. Einnig verður farin tveggja daga ferð um Húnaþing og Skagafjörð dagana 18.–19. ágúst.

Dagskráryfirlit

Skráning: sunnudaginn 12. ágúst 2018

17.00–20.00 Skráning í Veröld — húsi Vigdísar (VHV)

Dagur 1 — mánudagur 13. ágúst 2018

Staður: Háskóli Íslands
8.00–9.00 Ráðstefnuskráning
9.00–9.30 Setningarathöfn í Háskólabíói (sal A)
Svanhildur Óskarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytja ávörp.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur þingið.
9.30–10.15 Hátíðarfyrirlestur — Carol Clover
11.00–18.00 Málstofur
18.15–20.00 Móttökur á ýmsum stöðum

Dagur 2 — þriðjudagur 14. ágúst 2018

Staður: Snorrastofa í Reykholti
8.30 Sætaferðir frá Háskóla Íslands
10.00–17.00 Málstofur í Reykholti
17.30 Sætaferðir til baka í Háskóla Íslands

Dagur 3 — miðvikudagur 15. ágúst 2018

Staður: Háskóli Íslands
9.00–9.45 Hátíðarfyrirlestur — Lena Rohrbach
10.00–17.40 Málstofur
18.00–20.00 Móttaka í boði Alþingis í Listasafni Íslands og sýningin Lífsblómið — fullveldi Íslands í 100 ár

Dagur 4 — fimmtudagur 16. ágúst 2018

Ráðstefnuferðalag
Hliðarviðburður í Norræna húsinu, Reykjavík
20.00 Myndasögur byggðar á fornritunum: Kvöldstund með Makoto Yukimura og Henning Kure

Dagur 5 — föstudagur 17. ágúst 2018

Staður: Háskóli Íslands
9.00–9.45 Hátíðarfyrirlestur — Andrew Wawn
10.15–17.10 Málstofur
17.15–18.15 Allsherjarfundur
19.30–01.00 Ráðstefnukvöldverður

Laugardagur og sunnudagur 18.–19. ágúst 2018

Ferðalag um Húnavatnssýslur og Skagafjörð.